Græddur er geymdur eyrir... en hvers?

Græddur er geymdur eyrir eða hvað?

Þessi sömu fyrirtæki sem ekki eru nafngreind, geta þá haldið áfram að veita þessu ágæta starfsfólki sínu atvinnuöryggi til lengri tíma en ella.  Ekki má gleyma því að "áhættulausir" vextir eru 18%!   Vextir á yfirdrætti stefna í 30% sem gerir "bara" 12% vaxtamun.

Misnotkun þarf að skilgreina og spyrja virkilega hver misnotaði hvern síðustu 6 til 24 vikurnar.  Við hin sitjum öll á milli vonar og ótta um framtíð okkar.  Voru það þeir sem öllu réðu í bönkunum (hluthafar eða aðal- eða millistjórnendur), þeir sem völdust til að vera í verkalýðsforystu eða  þeir sem sækja störf sín á Alþingi og bjuggu til ramma þeirra laga sem við búum við?  

Ætla alþingismenn, forstöðumenn ríkisstofnanna, þeir sem eru í forsvari fyrir lífeyrissjóði og verklýðssamtök líka að misnota sér dokkar horfur í efnahagslífi og lækka við sig launin?  

Ég bara spyr!


mbl.is Segir fyrirtæki misnota launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband