Græddur er geymdur eyrir... en hvers?

Græddur er geymdur eyrir eða hvað?

Þessi sömu fyrirtæki sem ekki eru nafngreind, geta þá haldið áfram að veita þessu ágæta starfsfólki sínu atvinnuöryggi til lengri tíma en ella.  Ekki má gleyma því að "áhættulausir" vextir eru 18%!   Vextir á yfirdrætti stefna í 30% sem gerir "bara" 12% vaxtamun.

Misnotkun þarf að skilgreina og spyrja virkilega hver misnotaði hvern síðustu 6 til 24 vikurnar.  Við hin sitjum öll á milli vonar og ótta um framtíð okkar.  Voru það þeir sem öllu réðu í bönkunum (hluthafar eða aðal- eða millistjórnendur), þeir sem völdust til að vera í verkalýðsforystu eða  þeir sem sækja störf sín á Alþingi og bjuggu til ramma þeirra laga sem við búum við?  

Ætla alþingismenn, forstöðumenn ríkisstofnanna, þeir sem eru í forsvari fyrir lífeyrissjóði og verklýðssamtök líka að misnota sér dokkar horfur í efnahagslífi og lækka við sig launin?  

Ég bara spyr!


mbl.is Segir fyrirtæki misnota launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkisstjórn velferðar og hagsældar á komandi árum.

Til hamingju! 

Nú þegar niðurstöður kosninga liggja fyrir er augljóst að til Alþingis hafa valist mjög hæfir nýliðar í hóp alþingismanna.  Ykkur öllum vil ég óska til hamingju með þennan áfanga og óska ykkur velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi, ykkur er treyst til athafna.

Ný ríkisstjórn.

Það veður spennandi að sjá hvernig viðræðum núverandi stjórnarmeirihluta reiðir af.  Það er í raun um tvennt að velja... óbreytt samstarf,  aðeins sterkari meirihluta þ.e. samstarf við Vinstri græna  nú eða sterkan meirihluta þ.e. samstarf við Samfylkinguna.   Slíkt stjórnarmynstur tel ég að verði niðurstaðan og að framundan verði tímar velferðar og aukinnar hagsældar... en hver veit hvað aðrir flokkar eru tilbúnir að semja um til að ná saman við Sjálfstæðisflokkinn. Kaffibandalagið er a.m.k. orðið frekar þunnt til drykkjar ef svo má að orði komast. 


Er hægt að auka vit með peningum?

Ég spyr nú bara í einfeldni minni hvort það var ætlun "Jóhannesar í Bónus" með auglýsingum sínum að hjálpa þeim sem ekki vita hvað þeir ætla að kjósa eða hreinlega valda ruglingi hjá kjósendum sem gætu annað hvort kosið rétt en strikaða yfir nafn og því ógilt seðil eða byrjað á því að strika yfir og kosið þá óvart það sem þeir ætluðu ekki að kjósa.

Þjóðhagsspá til 2009. Mjúk lending árið 2007 og hæg uppsveifla næstu ár.

Hagkerfið er vel smurt. 

 

Í vorskýrslu fjármálaráðuneytisins sem kom þann 27. apríl er margt fróðlegt að finna um þjóðarbúskapinn á þessu ári og spá ráðuneytisins til næstu ára.   Í stuttu máli má draga þá ályktun að hagkerfið muni lenda mjúklega á þessu ári og að hagvöxtur muni leita jafnvægis á komandi árum.   Samspil þátta í þjóðhagsjöfnunni eins og þeir eru framsettir í áætluninni gefa tilefni til þess að draga þá ályktun að á næstu 3 árum muni hagkerfið vera í jafnvægi.  Á sama tíma og einkaneysla dregst saman á milli ára mun samneysla aukast.  Auknar útflutningstekjur munu koma til móts við lægri tekjur vegna minni fjármunamyndunar í hagkerfinu,  þ.e. útflutningur áls mun aukast á sama tíma og umsvif vegna álversbygginga minnka á milli ára.  

Reiknað er með að hagvöxtur verði  0,9% á þessi ári, en 2,9% árið 2008 og  2,8% árið 2009.   Samdráttur á þessu ári er aðallega tilkominn  vegna -24,1% minni fjármunamyndunar í kjölfar minni fjárfestinga og umsvifa vegna stóriðju hérlendis. Árið 2008 er einnig gert ráð fyrir -14% minni fjármunamyndum og árið 2009 verði aðeins minni eða standi í stað.   Þess ber að geta að hlutfallstölur kunna að breytast þ.e. ef ákveðið verður á komandi misserum að ráðast í nýjar framkvæmdir vegna stóriðju hérlendis.  Gert er ráð fyrir lækkun einkaneyslu um -0,1% á þessu ári og -0,3% ánæsta ári en árið 2009 er reiknað með að hún aukist um 1,1% frá fyrra ári.  Á sama tíma er gert ráð fyrir að samneysla aukist um 2,5% til 2,8%. 

 

Þróun viðskiptajafnaðar,  úr fisk í ál.

 

Á síðasta ári var viðskiptajöfnuður áætlaður vera óhagstæður um -26,7% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.  Á næstu árum er reiknað með hann dragist hratt saman og verði árið 2009 –7,9% af VLF.  Samdrátturinn mun einkum verða vegna minni innflutnings þegar hægja tekur á innflutningsþörf vegna minni stóriðjuframkvæmda og einkaneyslu.  Stóraukinn útflutningur á áli skýrir þó að mestu lækkun viðskiptajafnaðar á næstu þremur árum og ef litið er á tölur er gert ráð að árið 2009 verði útflutningur áls um 41% af vöruútflutningi sem er litlu minni en útflutningur sjávarafurða sama ár.  (Ál 151,0  miljarðar króna, sjávarafurðir 158,4 miljarðar króna.). Árið 2006 eru hlutfall útflutnings áls áætlaður verða um 25,13% en sjávarafurða rétt um 53% af heildarvöruútflutningi.   

 

Stýrivextir, verðbólga, atvinnuleysi

 

Þegar litið er nánar á forsendur peninga og verðlagsmála sem þjóðhagsspáin byggir á er gert ráð fyrir að verðbólga lækki á komandi árum og verði 2,4% árið 2009.  Lækkun verðbólgu má skýra sem svo að háir stýrivextir Seðlabankans skili sér í minni umsvifum í hagkerfinu sem svo aftur hefur þau áhrif að minni eftirspurn verður eftir vinnuafli sem leiðir til hækkandi atvinnuleysis á komandi árum.  Í skýrslunni má sjá að gert er ráð fyrir að stýrivextir S.Í. verði háir árið 2007 en taki að lækka árið 2008 þegar verðbólgumarkmið bankans er í sjónmáli.

Heimild:   http://www.fjarmalaraduneyti.is/Utgefid-efni/thjodarbuskapur/nr/8224


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband